7 декабря 2008 г.

Kirkjuleiðtogi Rússa látinn


Rússland, AP Alexí II., patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er fallinn frá.

Hann tók við sem leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi árið 1990, rétt í þann mund sem Sovétríkin voru að gefa trúarbrögðum aukið frelsi.

Hann var síðan í fararbroddi mikillar endurreisnar í trúarlífi Rússa eftir fall Sovétríkjanna, en var á hinn bóginn sakaður um að beita kirkjunni í þágu þjóðernishyggju.

Alexí var 79 ára þegar hann lést. Hann hafði lengi átt við hjartveiki að stríða.

- gb, úr Fréttablaðið, 7. des. 2008