8 мая 2002 г.

Afhenti áritaða bók frá patríarka í Moskvu

Miðvikudaginn 8. maí, 2002 - Innlendar fréttir

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gær á móti erkiprestinum Vsevolod Chaplin, fulltrúa Alexei II, patríarka rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, og afhenti við sama tækifæri fulltrúa rétttrúnaðarsafnaðar hér á landi áritaða bók frá patríarkanum.

Alexei II lýsti því yfir í nýlegri heimsókn forseta Íslands til Rússlands að hann hygðist senda fulltrúa sinn til Íslands um páska þeirra rétttrúnaðarmanna, sem voru um síðustu helgi. Í því skyni kom Chaplin og messaði yfir söfnuðinum. Bókina sem Ólafur Ragnar gaf áritaði patríarkinn í Moskvu þegar forsetinn hitti hann í heimsókn sinni.